Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu utanhúss á Selfossi laugardaginn 11. september 2004.

 

Áttundu Íslandsleikar SO í knattspyrnu voru haldnir á íþróttavellinum á Selfossi laugardaginn 11. september en þessir leikar eru samvinna ÍF og KSÍ. Knattspyrnusamband Íslands leggur m.a. til dómara í leikina. Þetta voru fjórðu leikarnir sem haldnir eru utanhúss. Áður hafa verið haldnir utanhúss leikar á Akureyri, Akranesi og í Hafnarfirði. Innanhúss leikarnir hafa að jafnaði verið haldnir í mars eða byrjun apríl og verið í tengslum við knattspyrnuviku þroskaheftra í Evrópu sem nýtur mikils stuðnings Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Mótið hófst kl. 13:00 á laugardeginum með því að Kristinn Guðlaugsson formaður knattspyrnunefndar ÍF bauð alla keppendur velkomna og setti mótið. Að því loknu hófst sameiginleg upphitun allra en henni var stjórnað af Páli Guðmundssyni knattspyrnuþjálfara með meiru.

Það voru 8 lið sem mættu til leiks frá 5 félögum og voru keppendur um 50 talsins. Um kl. 13:20 hófst síðan keppnin og var keppt í tveimur riðlum A og B riðlum. Hver leikur stóð í 2 x 8 mínútur og sáu dómarar frá KSÍ til þess að lögum og reglum knattspyrnunnar sé framfylgt. Leikirnir fóru mjög vel farm þó svo hart væri barist í hverjum leik Úrslit á leikunum urðu eftirfarandi.


 

A – riðill

Suðri – Ösp               1-8

Nes – Þjótur             3-1

Ösp – Nes                5-1

Suðri – Þjótur            0-6

Nes – Suðri               7-0

Þjótur – Ösp             1-4

Lokaúrslit

                  U   J     T    Mörk      Stig

Ösp            3    0    0    17-3       9

Nes            2    0    1    11-6       6

Þjótur         1    0    2    8-7         3

Suðri          0    0    3    1-21       0

 

B – riðill

Blandað – Ösp2        3-5

Eik1 – Eik2               5-0

Blandað – Eik1          2-8

Ösp 2 – Eik2             12-0

Blandað – Eik2          9-0

Ösp2 – Eik1              5-2

Lokaúrslit

                  U   J     T    Mörk      Stig

Ösp2          3    0    0    22-5       9

Eik1           2    0    1    15-7       6

Blandað      1    0    2    14-13     3

Eik2           0    0    3    0-26       0

 

Öll verðlaun á leikunum eru gefin af Íslandsbanka en veitt eru gull- og silfurverðlaun fyrir tvö efstu sætin en aðrir þátttakendur fá bronspening fyrir þátttökuna í leikunum.

Að móti loknu var slegið upp í pizzuveislu frá Hróa Hetti og sáu Suðra konur um að framreiða pizzurnar af millum myndarskap þannig að allir héldu saddir og ánægðir heim á leið um kl.17:00. ÍF vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Suðrafólks fyrir góðar og frábærar aðstæður enda völlur og aðbúnaður eins og best er á kosið.