Special Olympics – September 2003

Bréf barst frá Andorra, þar sem óskað var eftir samstarfi vegna smáþjóðaleika Special Olympics, en Andorra mun sækja eftir að halda leikana í samstarfi við undirbúningsnefnd smáþjóðaleikanna í Andorra 2005. 

Gagnaöflun vegna skráninga Special Olympics á fjölda, aldri og kyni sem stundar hverja íþróttagrein, heldur áfram og enn á ný þarf ÍF að safna þessum upplýsingum saman frá sínum aðildarfélögum.

Stefnt var að því að ÍSÍ sendi nýjar kennsluskýrslur til aðildarfélaga ÍF með óskum um upplýsingar skv. þessu kerfi en það tókst ekki að koma því á fyrir þetta ár.  Unnið verður að málinu eins og tök eru á í samstarfi við félögin en erfitt hefur reynst að fá þessar upplýsingar frá félögunum.

Spurningalistar vegna fyrirkomulags í Dublin hafa verið sendir til Íslands og eru svör í vinnslu í samstarfi við þjálfara sem fóru til Írlands í sumar.

Þetta verkefni er unnið m.t.t. þess að fá heildarupplýsingar um hvaða atriði hefðu betur matt fara á mótinu.

 Samstarf við skrifstofu SO í Brussel vegna verkefna í tengslum við Evrópuár 2004, verkefni tengd íþróttafólki og námsefninu “GET INTO IT”

Special Olympics – október 2003

 Sótt um fjármagn til SOE

Unnið að verkefninu “Get into it” varðandi fjármögnun.

Sótt um 4.500 EURO vegna þýðinga o.fl.  Peningar til staðar, unnið að þessu í samvinnu við skrifstofuna í Brussel.

Fundur um framtíðarþróun “Get into it “ í Evrópu

Sandra Jónasdóttir, fer á fund á vegum SOE vegna verkefnisins til Brussel 23. október, þar sem farið verður yfir stöðuna í Evrópu og mótuð næstu skref.

Kynning á verkefnum sem borist hafa vegna Special Olympics

**         Leikar Andorra 2005  send staðfesting, stuðningur + Færeyjar

**         Leikar á Rhodos, maí 2004   sund / hjólreiðar / karfa   SUND Ísland

**         Leikar í Danmörku 2004.

Verkefni aðildarfélaga ÍF í samstarfi við ÍF. Gögn send út til aðildarfélaga.

Special Olympics – nóvember 2004

Styrkur til þýðingar á námsefninu “Get into it”

ÍF hefur móttekið 4450 Evrur frá Special Olympics í Evrópu, vegna verkefnisins “Get into it”  SOEGII. 

AKV óskaði eftir styrk til þýðingar á námsefninu m.a. til þýðinga á myndböndum og lausablöðum fyrir kennara og nemendur.

Staðfest var 20. nóvember að styrkur hafi fengist í þetta verkefni og verður markhópur 10 – 13 ára nemendur.

Námsefnið er framleitt fyrir alla aldurshópa en ákveðið var að byrja samstarf við kennara þessa aldurshóps.

Sandra Jónasdóttir, kennari hefur umsjón með verkefninu og hefur verið með tilraunaverkefni í Setbergsskóla, þar sem hún hefur nýtt námsefnið við kennslu.  Nemendur hafa m.a. aðstoðað við Íslandsmót ÍF og nýr nemendahópur sem hún vinnur með í dag, er m.a. að vinna að viðtölum við foreldra sína þar sem óskað er eftir reynslusögum foreldra af kynnum af fötluðu fólki.

Sandra hefur aðstoðað ÍF vegna þessa í sjálfboðavinnu en verkefnið er ennþá á tilraunastigi.  Sandra var fulltrúi Íslands á fundi í Brussel, helgina 23. – 24. nóvember þar sem farið var yfir stöðu mála í Evrópu og mat lagt á framkvæmd.

***************************************************

Leitað samstarfs við Þroskahjálp

AKV átti fund með Þroskahjálp 25. október, þar sem einnig var Ragna Marinósdóttir, formaður Umhyggju og einn forsvarsmanna Sjónarhóls.  Þar var verkefnið “Get into it” kynnt og farið yfir möguleika á samstarfi ÍF og Þroskahjálpar m.t.t. samstarfs við skóla / kennara.  Lögð var áhersla á að aðlaga má efnið m.t.t. ákveðinni markhópa en megininntak er að virkja umræðu meðal nemenda og kennara, um stöðu þeirra sem ekki falla í hópinn.

Rætt var um möguleika á samstarfi við Námsgagnastofnun og verður málið kannað

*************************************************** 

Fundur EELC  - símafundur og málefni Norðurlanda

AKV tekur þátt í fundi EELC í Luxemborg  helgina 28. – 30. nóvember.  Aukafundur verður haldinn vegna stöðu mála á Norðurlöndum en AKV hefur  verið í samstarfi vegna þessa máls, við Mike Smith, frkvstj. SOEE, Kai Troll, sem var fulltrúi SO á Nord HIF fundinum í Osló og Marian Murphy, fulltrúa SO í V- Evrópu.  Haldinn var símafundur 6. nóvember þar sem þetta mál var tekið fyrir og í kjölfarið hefur verið útbúið bréf til Norðurlandanna, þar sem óskað er eftir ákveðnum upplýsingum.

AKV lagði áherslu á að SOE myndi  leita til Norðurlandanna varðandi  ábendingar og ráðgjöf, við uppbyggingu á starfsemi SO í hverju landi.  Þar sem vandamál eru til staðar er meginástæða yfirleitt sú að “pappírsflóðið” þykir of mikið og ekki þykir ástæða til að fara eftir tilskipunum og reglugerðum, erlendis frá.  Það sem hefur haft mikla þýðingu til árangurs er að efla persónulegt samstarf við starfsfólk samtaka SOE og SOI og fá þannig aðra mynd af þessu bákni SOI.

Greinileg þróun er í jákvæða átt en AKV taldi mikilvægt að SOE myndi einbeita sér að málum í Danmörku og Svíþjóð.

***************************************************

 Bréf til Norðurlandanna – óskað eftir áliti stjórnarfólks

Í kjölfar fundar Nord HIF í Osló, þar sem Kai Troll lagði áherslu á að samtökin vildu vinna á lýðræðislegan hátt í Evrópu, verður reynt að fylgja málum eftir í samræmi við það.

Mike Smith hefur útbúið bréf skv. niðurstöðum símafundarins og sent til allra Norðurlandanna.   

 Bréfið var sent áfram til stjórnar ÍF og nefndar SO

***************************************************

 Fjármál SO

Gross Re. + Fin. Statement

Óskað var eftir árlegum upplýsingum um stöðu fjármála auk árskýrslu vegna starfsemi Special Olympics og hefur KS tekið að sér að vinna þær upplýsingar og skila inn til SOI.  

***************************************************

Ýmis mál tengd SO

Unnið að verkefnum í tengslum við einstaka málefni á vegum SO sem skila þarf inn í desember.   Verkefni sem nú er verið að vinna að eru t.d. Skráningar þátttakenda, staðfesting á Athlete Leadership Programm  o.fl.

 

Special Olympics – Desember 2003

  • Spurningalisti frá SOI vegna stöðu þroskaheftra – Listi sendur til stjórnar, SO nefndar og fararstjóra á Írlandi – Svar barst frá einum aðila, Líneyju Árnadóttur.

Svar við spurningalistanum hefur verið sent frá skrifstofu ÍF. 

  • Spurningalisti SOE vegna bocciagreinarinnar –  Ísland lagði til að tekið verði upp mál sem áður hefur verið sent til SOI, þ.e. að keppnisflokkur verði settur upp fyrir mikið fatlaða.
  • Fjárhagsáætlun til SOI í samstarfi við KS  Gross Re  / Accredation

·                     Óskað eftir samstarfi Íslands vegna ráðstefnu með þátttöku þroskaheftra

·                     Óskað eftir samstarfi Íslands vegna verkefnisins Healthy Athletes

·                      Innlagt 4450 Evrur frá SOE vegna “Get into it”   Þýðing á efni

·                     Samstarf við Menntamálaráðuneytið vegna bréfs frá Special Olympics þar sem fram koma spurningar um stöðu þroskaheftra á Íslandi.

·                     Tilboð um þátttöku í verkefnum 2003 hafa borist til aðildarfélaga ÍF.    Ösp hefur staðfest þátttöku á norrænu móti Special Olympics, í Danmörku en tilboð um þátttöku var sent öllum félögum.

ÍFR hefur staðfest áhuga á þátttöku í lyftingamóti í Englandi og  málið er í vinnslu.

Næsti fundur SO nefndar mun taka fyrir helstu mál sem liggja fyrir