Gildir frá 14.04.2007
1. GREIN Ráðið er skipað fjórum aðilum, formanni ÍF sem jafnframt er formaður ráðsins, tveimur fulltrúum skipuðum af stjórn ÍF og einum fulltrúa sem kosinn er af þingi ÍF. Tillögur og samþykktir ráðsins skulu bornar undir stjórn ÍF í fundargerðum eða beinum tillögum til endanlegrar samþykktar ÍF. Formaður ÍF er formaður Ólympíuráðs. 2. GREIN Ólympíuráð starfar sem starfsnefnd, verkefni þess er undirbúningur vegna þátttöku í Ólympíumótum. 3. GREIN Starfssvið Ólympíuráðs er að útbreiða og kynna Ólympíuhugsjónina og Ólympíumót fatlaðra. 4. GREIN Ólympíuráð skal fá til umfjöllunar öll meiriháttar mót ÍF erlendis, svo sem Norðurlandamót, Evrópumót, Heimsmeistaramót og Heimsleika. Einnig þau mót sem ætla mætti að nýttust sem undirbúningur vegna væntanlegra Ólympíumóta. 5. GREIN Ólympíuráð annast val íþróttafólks, fararstjóra og þjálfara fyrir Ólympíumót. Við val, undirbúning og þátttöku íþróttafólks getur ráðið ákveðið sérstök lágmarksafrek og aðrar reglur. Endanlegt val íþróttafólks, þjálfara og fararstjóra verður að hljóta samþykki stjórnar ÍF. 6. GREIN Formaður Ólympíuráðs kallar ráðið saman til funda og eru fundir lögmætir ef meirihluti í ráðinu er mættur. Einnig er skylt að kalla saman fund í ráðinu sé þess óskað af a.m.k. þremur fulltrúum þess. 7. GREIN Ráðið skal eiga náið og gott samstarf við stjórn ÍF og gefa stjórninni upplýsingar um störf sín og fjárreiður þegar þess er óskað. Reikningar ráðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum ÍF hverju sinni. |