Föstudagur 15. nóvember 2013 16:07

ÍF og Icelandair framlengja samstarf sitt


Nýlega endurnýjuðu Icelandair og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning um ferðir íþróttafólks sambandsins á flugleiðum Icelandair. Samningurinn, sem nær til ársins 2014, felur meðal annars í sér að allt íþróttafólk og aðrir sem ferðast á vegum sambandsins til og frá Íslandi fljúgi með Icelandair á hagstæðustu fargjöldum sem bjóðast.
 
Icelandair hefur allar götur síðan 1994 verið einn af aðalsamstarfs og stuðningsaðilum Íþróttasambands fatlaðra og þannig gert fötluðu íþróttafólki kleift að halda hróðri Íslands á lofti víða um heim.

Á meðfylgjandi mynd eru Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins hjá Icelandair (t.v.) og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF (t.v.)

Til baka