Sunnudagur 24. nóvember 2013 12:40

Fimm Íslandsmet á fyrri hluta ÍM 25


Íslandsmót fatlaðra í 25m laug stendur nú yfir í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Í gær féllu fimm Íslandsmet og þrjú þeirra komu úr ranni sundmanna hjá ÍFR.

Íslandsmet - laugardagur


Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR - S8
50m baksund - 38,46 sek.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH - S14
50m baksund - 36,79 sek.
100m bringusund - 1.25,97 mín.

Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR - S6
50m bringusund (SB5) - 59,98 sek.
100m bringusund (SB5) - 2:03,33 mín.

Mótið heldur áfram í dag og minnum við á að hægt er að fylgjast með í beinni netútsendingu hjá Sport TV.

Mynd/ Jón Björn Ólafsson - Kolbrún Alda Stefánsdóttir Fjörður/SH setti tvö ný Íslandsmet í gær.

Til baka