Mánudagur 25. nóvember 2013 09:41

Kolbrún Alda bćtti 14 ára gamalt met Báru


Íslandsmót ÍF í 25m laug fór fram í Ásvallalaug um síđastliđna helgi. Fjöldi nýrra Íslandsmeta leit dagsins ljós og ţá féll 14 ára gamalt met í flokki ţroskahamlađra kvenna ţegar Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörđur/SH, bćtti met Báru Bergmann Erlingsdóttur frá árinu 1999.

Hin 42 ára gamla Bára Bergmann lćtur deigan ekki síga og tók ţátt í mótinu um síđastliđna helgi, glćsileg fyrirmynd fyrir unga íţróttamenn og ómetanlegt ađ hafa viđlíka reynslubolta ennţá viđ iđkun íţrótta.

Kolbrún Alda var í miklum ham um helgina og setti fimm ný Íslandsmet og ţađ fimmta og síđasta kom í gćr, sunnudaginn 24. nóvember, ţegar hún stórbćtti gamla Íslandsmetiđ hennar Báru í 400m fjórsundi. Gamla metiđ hennar Báru var 6:21,82 mín. en Kolbrún Alda synti á tímanum 5:50,69 mín. og kom metiđ í mótshluta SSÍ. Kolbrún var annar tveggja fatlađra sundmanna sem keppti á SSÍ mótinu en ÍF og SSÍ héldu bćđi sín 25m mót um helgina í Ásvallalaug.

Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, var hinn sundmađurinn sem keppti á móti SSÍ og setti sjö ný Íslandsmet svo ţađ er deginum ljósara ađ sundfólk úr röđum fatlađra var í miklum ham um síđastliđna helgi.

Mynd/ Jón Björn Ólafsson - Hér mćtast fortíđ og nútiđ, Bára Bergmann, Ösp, t.v. og Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörđur/SH, t.h.

Til baka