Þriðjudagur 10. desember 2013 15:53

Helgi og Jón Margeir tilnefndir sem íþróttakarlar Reykjavíkur


Helgi Sveinsson Íþróttamaður ársins 2013 úr röðum fatlaðra og heimsmeistari í spjótkasti í flokki F42 hefur verið tilnefndur sem íþróttakarl ársins í Reykjavík. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hefur einnig verið tilnefndur.

Tilkynnt verður hver hlýtur sæmdartitlana, Íþróttakarl og Íþróttakona ársins, í móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. desember næstkomandi. Til þessa hefur aðeins verið valinn Íþróttamaður Reykjavíkur. Þá er nýlunda að tilkynnt verður um Íþróttalið Reykjavík árið 2013 við sama tilefni.

Listi í stafrófsröð yfir tilnefnda íþróttamenn má sjá að neðan.

Aníta Hinriksdóttir, ÍR

Anton Sveinn McKee, Sundfélaginu Ægi

Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni

Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi

Hannes Þór Halldórsson, KR

Helga María Vilhjálmsdóttir, ÍR

Helgi Sveinsson, Ármanni

Jón Margeir Sverrisson, Fjölni

Konráð Valur Sveinsson, Fáki

Stella Sigurðardóttir, Fram

Sunna Víðisdóttir, GR

Mynd/ Kári Jónsson - Helgi örfáum mínútum eftir að hann tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í spjótkasti í Lyon síðastliðið sumar.

Til baka