Laugardagur 4. janúar 2014 18:13

Kolbrún jafnađi Birki og vann Sjómannabikarinn fjórđa áriđ í röđ


Nýárssundmót fatlađra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag. Kolbrún Alda Stefánsdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut fyrir ţađ hinn eftirsótta Sjómannabikar. Ţetta var fjórđa áriđ í röđ sem Kolbrún vinnur Sjómannabikarinn og ţar međ jafnađi hún Birki Rúnar Gunnarsson sem einnig vann Sjómannabikarinn fjórum sinnum í röđ árin 1991-1994.

Heiđursgestur mótsins var Eygló Harđardóttir félags- og húsnćđismálaráđherra.

Kolbrún hlaut flest stig fyrir eitt sund er hún setti nýtt Íslandsmet í 50m bringusundi. Fyrir sundiđ fékk hún 701 stig en stigin eru reiknuđ út frá ríkjandi heimsmeti í flokki Kolbrúnar sem syndir í flokki ţroskahamlađra (S14).

Međ ţessu hefur Kolbrún Alda nú lokiđ ţátttökum sínum á Nýárssundmótum fatlađra barna og unglinga sem eru fyrir sundmenn 17 ára og yngri. Nýtt nafn verđur ţví greypt í Sjómannabikarinn eftirsótta ađ ári liđnu.

Mynd/ Jón Björn - Kolbrún Alda Stefánsdóttir međ sigurlaunin í Laugardalslaug í dag.

Til baka