Miðvikudagur 26. febrúar 2014 09:17
Í dag eru 9 dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Íslenski hópurinn heldur utan í tveimur hollum, það fyrsta heldur af stað 2. mars næstkomandi en keppendurnir Jóhann Þór Hólmgrímsson og Erna Friðriksdóttir leggja af stað 3. mars og verða komin til Sochi árla dags 5. mars. Jóhann og Erna eiga langt ferðalag fyrir höndum frá Denver í Bandaríkjunum en munu hafa rúma viku til þess að aðlagast aðstæðum í Rússlandi og æfa vel fyrir keppnina.
Hér að neðan fer video sem heitir „How to: Para-alpine skiiing - sitting category.“ Í þessu myndbandi má fræðast nánar um búnaðinn sem Erna og Jóhann nota við skíðaiðkun sína sem og keppnina sjálfa: