Fimmtudagur 27. febrúar 2014 09:44

Sochi: 8 dagar til stefnu


Í dag eru átta dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Í gær boðað Íþróttasamband fatlaðra til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum gafst færi á að ræða við Ernu Friðriksdóttur og Jóhann Þór Hólmgrímsson, keppendur Íslandsi í Sochi, í gegnum Skype.

Erna og Jóhann hafa verið við æfingar í NSCD Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum og fara beint þaðan áleiðis til Sochi. Á fjölmiðlafundinum í gær var einnig rætt við Kurt Smitz aðalþjálfara íslenska hópsins og Starlene Kuhns sem er einn þriggja aðstoðarþjálfara í hópnum. Auk þeirra sem fara til Sochi frá Denver verða tveir íslenskir aðstoðarþjálfarar með hópnum í Rússlandi en þau eru Lilja Sólrún Guðmundsdóttir og Hörður Finnbogason sem bæði sitja í vetraríþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra.

Frá fjölmiðlafundinum í íþróttafréttum sjónvarpsstöðvanna í gær:

Íþróttafréttir RÚV 26. febrúar (fyrsta frétt)
Íþróttafréttir Stöðvar 2 26. febrúar (hefst á 3.44mín)

Mynd/ Erna, Jóhann, Kurt og Starlene á Skype-fundinum með fjölmiðlum í gær.

Til baka