Föstudagur 28. febrúar 2014 13:00
Eftir akkúrat eina viku fer setningarhátíđ Vetrarólympíumóts fatlađra í Sochi fram. Föstudaginn 7. mars munu íslensku keppendurnir, Erna Friđriksdóttir og Jóhann Ţór Hólmgrímsson, ásamt ţjálfurum sínum ganga inn á Ólympíuleikvanginn.
Íslenski hópurinn sem búa mun í Mountain Village Ólympíumótsţorpinu er eftirfarandi:
Erna Friđriksdóttir - keppandi
Jóhann Ţór Hólmgrímsson - keppandi
Kurt Stephen Smitz - ađalţjálfari/hópstjóri
Starlene Kuhns - ţjálfari
Hörđur Finnbogason - ađstođarţjálfari
Lilja Sólrún Guđmundsdóttir - ađstođarţjálfari
Jón Björn Ólafsson - ađalfararstjóri
Ísland á í góđri samvinnu viđ önnur íţróttasambönd fatlađra á Norđurlöndunum og í Sochi starfa Norđurlöndin saman undir vinnuheitinu
„Five Nations One Team.“ Ađ ýmsu er ađ huga á svona stórmótum og hafa Norđurlöndin um áratugaskeiđ veriđ dugleg ađ snúa bökum saman, liđsinna hvert öđru og veita stuđning. Alls verđa níu íţróttamenn frá Norđurlöndunum sem búa munu í Mountain Village og keppa ţeir allir í Alpagreinum, fimm karlmenn og fjórar konur. Norđurlöndin eru ţó víđar í Sochi heldur en bara í Mountain Village en af Norđurlöndunum eru ţađ Svíar sem ríđa á vađiđ í Sochi ţegar ţeir mćta Kanadamönnum í Sleđa-hokký kl. 13:00 ađ stađartíma eđa kl. 09:00 ađ íslenskum tíma ţann 8. mars.
Mynd/ Í fyrsta sinn á Vetrarólympíumóti fatlađra verđur keppt á snjóbrettum og af Norđurlöndunum eru ţađ bara Finnar sem tefla fram manni í ţeirri keppni en kappinn sá heitir Matti Suur-Hamri.