Sunnudagur 2. mars 2014 13:11

Sochi: 5 dagar til stefnu


Í dag eru fimm dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Hluti af íslenska hópnum lagði af stað í morgun áleiðis til Sochi og verður kominn þangað eldsnemma á morgun.

Þau Hörður Finnbogason og Lilja Sólrún Guðmundsdóttir rifu sig af stað eldsnemma í morgun en bæði verða þau aðstoðarþjálfarar í ferðinni og bæði sitja þau í vetraríþróttanefnd ÍF.

„Það er hálf ótrúlegt að fá að fylgja Ernu og Jóhanni í svona risavaxið verkefni en ég man það vel þegar þau komu bæði á sín fyrstu vetraríþróttanámskeið ÍF í Hlíðarfjalli. Síðan þá hafa þau auðvitað tekið gríðarlegum framförum og ég bíð spennt eftir að fá að liðsinna þeim á meðal fremstu íþróttamanna heims.“

Mynd/ Hörður Finnbogason og Lilja Sólrún Guðmundsdóttir eru þegar þetta er ritað stödd á Kastrupflugvelli á leið sinni til Sochi. Á morgun leggja svo keppendurnir Jóhann Þór Hólmgrímsson og Erna Friðriksdóttir af stað til Rússlands frá Denver í Bandaríkjunum.

Til baka