Ţriđjudagur 4. mars 2014 16:42

Sochi: 3 dagar til stefnu


Í dag eru 3 dagar ţangađ til Vetrarólympíumót fatlađra verđur sett í Sochi í Rússlandi. Sir Philip Craven forseti Alţjóđaólympíuhreyfingar fatlađra (IPC) lenti í Sochi eldsnemma í morgun.

Ţetta verđur í fjórđa og síđasta sinn sem Craven verđur forseti IPC á međan Vetrarólympíumóti stendur. Craven er breskur og tók sjálfur ţátt í fimm Ólympíumótum í keppni í hjólastólakörfubolta.

Craven sagđi m.a. viđ komuna til Rússlands ađ hann gerđi sér fyllilega grein fyrir ţví hvađ vćri ađ gerast: „…will leave global politics to the politicians.“ Sagđi Craven og átti ţá viđ stöđuna sem komin er upp hjá Rússum og Úkraínumönnum. Craven sagđi mótshaldara og IPC fylgjast grannt međ framvindu mála og ađ ţeirra helsta mál vćri ađ tryggja góđa framkvćmd mótsins og tryggja öryggi ţátttakenda.

Ţá hefur Ólympíumótseldurinn veriđ á ferđinni um Rússland en hann er nú kominn til Sochi og verđur tendrađur viđ „Paralympic Flame Lighting Ceremony“ í Ólympíugarđinum á morgun.

Hér má svo nálgast kynningu á sterkum keppendum í Alpagreinum fatlađra á mótinu en búist er viđ ţví ađ íţróttamenn frá m.a. Frakklandi, Ţýskalandi og Spáni muni láta vel ađ sér kveđa en sem dćmi ţykir hin tvítuga Marie Bochet frá Frakklandi líkleg til afreka međ fimm gullverđlaun í farteskinu af heimsbikarmótunum 2013.

Mynd/ Sir Philip Craven fékk góđar móttökur í Sochi í morgun.

Til baka