Reykjavík International Games fóru fram í Reykjavík um síđastliđna helgi ţar sem fatlađir tóku ţátt í fyrsta sinn. Fatlađir kepptu ađeins međ í sundi en vonir standa til ţess ađ keppt verđi í fleiri íţróttagreinum í framtíđinni á ţessu stóra og veglega móti. Af ţessu tilefni bauđ Íţróttasamband fatlađra tveimur sterkum dönskum sundmönnum á mótiđ sem gerđu góđa ferđ á Frón.
Christian Bundgaard (S 11) var stigahćsti sundmađur mótsins međ 846 stig fyrir 50m. bringusund á tímanum 36,67 sek. Ţá varđ Cecilie Christiansen (S 2) stigahćsta sundkona mótsins međ 497 stig fyrir 50m. bringusund á tímanum 1.34,91 mín.
Pálmi Guđlaugsson (S 6) frá sunddeild Fjölnis gerđi einnig góđa ferđ á mótiđ ţegar hann setti ţrjú Íslandsmet. Pálmi setti met í 50m. skriđsundi á tímanum 37,92 sek. Ţá setti hann Íslandsmet í 50m. baksundi á tímanum 51,62 sek. og loks var ţriđja met Pálma í 100m. baksundi ţegar hann kom í mark á tímanum 1.51,99 mín.
Myndir: Ađ ofan er Pálmi sem fór á kostum á mótinu og ađ
neđan er danska sveitin sem skemmti sér konunglega í Íslandsförinni og fóru á
kostum í lauginni.