Mánudagur 10. mars 2014 12:59

Heimamenn í fantaformi


Heimamenn í Rússlandi hafa farið vel af stað á Vetrarólympíumóti fatlaðra og tróna langefstir á toppi verðlunatöflunnar. Rússar hafa til þessa á fyrstu þremur keppnisdögunum unnið til 24 verðlauna og þar af eru 7 gullverðlaun.

Úkraínumenn og Bandaríkjamenn eru saman í 2. sæti en báðar þjóðir hafa unnið til sjö verðlauna samtals svo Rússarnir eru langefstir en þeir fóru t.d. mikinn í skíðagöngunni í gær.

Íslensku keppendurnir þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson hefja keppni þann 13. mars næstkomandi en þá ríður Jóhann Þór á vaðið í svigi í flokki sitjandi karla. Keppnin hjá Jóhanni hefst kl. 16:55 að staðartíma eða kl. 12:55 að íslenskum tíma.

Hér er hægt að sjá alla keppnisdagskrá Vetrarólympíumótsins í Sochi

Mynd/ Erna og Jóhann á leið sinni á æfingu með einni af fjöldamörgum skíðalyftum á svæðinu.

Til baka