Þriðjudagur 11. mars 2014 05:39
Í gærkvöldi efndu Svíar til samkomu í Sochi og buðu m.a. Sir Philip Craven forseta Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra. Fulltrúar Íslands við samkomuna voru þeir Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF ásamt eiginkonu sinni Guðbjörgu Hafsteinsdóttur, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Sir Philip Craven heillaðist af þeirri Norrænu samvinnu sem átt hefur sér stað við undirbúning Ólympíumótsins í Sochi sem og saminnu Norðurlandanna á meðan mótinu stendur. Five Nations one Team verkefni Norðurlanda felur m.a. í sér samvinnu fagaðila á borð við lækna, sjúkraþjálfara, þjálfara og fleiri við utanumhald íþróttamannanna. Svíar voru vitaskuld kampakátir í gærkvöldi enda nýbúnir að vinna til gullverðlauna í skíðagöngu standandi kvenna svo það var glatt á hjalla í boði Svía.
Mynd/ Helga S. Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og Sir Philip Craven forseti Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra í boði Íþróttasambands fatlaðra í Svíþjóð.