Þriðjudagur 11. mars 2014 14:21

Breytt dagskrá - Erna keppir á morgun

Skjótt skipast veður í lofti en nú hefur verið gerð breyting á keppnisdagskránni hjá Ernu Friðriksdóttur. Upphaflega átti hún að keppa fyrst í svigi þann 14. mars næstkomandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi en vegna veðurs hefur keppnin í svigi kvenna verið færð fram til morgundagsins, 12. mars.

Töluverð rigning og þoka er núna á keppnissvæðunum í Sochi og af þeim sökum var ákveðið að flýta svigkeppni kvenna. Svigið hjá Ernu hefst á morgun kl. 09:00 að staðartíma eða kl. 05:00 að íslenskum tíma. Svig sjónskertra kvenna hefst 09:00, svig standandi kvenna kl. 09:15 og svig sitjandi kvenna kl. 09:40 (05:40 ÍSL) en Erna keppir í sitjandi flokki.

Engar aðrar breytingar hafa verið gerðar á keppnisdagskrá íslensku keppandanna en einhverjar frekari breytingar verða munum við tilkynna þær eins fljótt og auðið er.

Mynd/ Erna fánaberi Íslands við opnunarhátíðina í Sochi keppir í svigi sitjandi kvenna á morgun.

Til baka