Fimmtudagur 13. mars 2014 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson er úr leik í svigi í sitjandi flokki karla en honum tókst ekki að ljúka fyrri ferð á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Alls þrettán skíðamenn mættu ekki til keppni eða féllu úr leik eins og Jóhann í fyrri umferðinni.
Okkar maður var að vonum vonsvikinn en hann missti af hliði á lokaspretti brautarinnar en hafði fram að því verið að skíða vel. Króatinn Dino Sokolovic var með besta tímann eftir fyrri ferðina eða 52,74 sekúndur. Það voru öngvir aukvisar sem féllu úr leik í þessari fyrri umferð en goðsagnir á borð við Kanadamanninn Josh Dueck máttu m.a. sætta sig við að ná ekki að klára.
Jóhann á þó eins og Erna Friðriksdóttir eina grein eftir á mótinu. Bæði eiga þau eftir að keppa í stórsvigi, Jóhann þann 15. mars og Erna þann 16. mars.
Staðan eftir fyrri ferðina í svigi sitjandi karlaMynd/ Jóhann Þór í svigkeppni sitjandi karla í dag skömmu áður en hann féll úr leik.