Ţriđjudagur 29. apríl 2014 12:02

Tvö Íslandsmet á Opna ţýska


Opna ţýska meistaramótiđ í sundi fór fram um síđastliđna helgi í Berlín. Jón Margeir Sverrisson setti ţar tvö ný Íslandsmet. Fleiri íslenskir sundmenn úr röđum fatlađra tóku ţátt í mótinu en ţar má nefna Vöku Ţórsdóttur úr Firđi sem átti gott mót en einnig kepptu ţar Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörđur, Vignir Gunnar Hauksson, ÍFR og Ragnar Ingi Magnússon, Fjörđur.

Íslandsmet Jóns Margeirs í Berlín

100m skriđsund - Jón Margeir Sverrisson, S14

54,47 sek.

800m skriđsund - Jón Margeir Sverrisson, S14
8.53,13 mín. *

*Tíminn í 800m skriđsundi hjá Jóni er einnig heimsmet hjá INAS-Fid sem eru heimssamtök ţroskahamlađra íţróttamanna. 800m skriđsund er ţó ekki grein sem ţroskahamlađir keppa í á vegum Alţjóđaólympíuhreyfingar fatlađra (IPC) og ţví sér IPC ekki um skráningar ţessara tíma heldur INAS-Fid.

Mynd: Roger Lindberg - Jón Margeir stingur sér til sunds á Opna ţýska.

Til baka