Þriðjudagur 13. maí 2014 14:05
Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram á dögunum þar sem Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik, var fyrst kvenna í flokki þroskahamlaðra (S14) til þess að synda 1500m skriðsund. Aníta setti fyrir vikið nýtt Íslandsmet í greininni en hún synti 1500m sundið á 20.16:46 mín.
Á sama móti voru þau Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, einnig í miklu stuði og settu bæði Íslandsmet. Marinó í flokki S8 í 200m baksundi á tímanum 3:01.22 mín. og Thelma gerði nýtt Íslandsmet í 50m bringusundi er hún kom í bakkann á 57.28 sek. sem var millitími hennar í 100m bringusundi.