Fimmtudagur 22. maí 2014 15:09

Stór helgi framundan


Í mörg horn verður að líta þessa helgina en strax á morgun hefst alþjóðlegt skautamót í Skautahöllinni í Laugardal en mótið heitir Inclusive Skating og verður opnunarhátíðin í Skautahöllinni kl. 17:00, allir velkomnir!
 
Æfingar og keppni munu standa yfir föstudag, laugardag og sunnudag en verðlaunaafhending verður kl. 12:00 næstkomandi sunnudag þar sem Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands, mun sjá um verðlaunaafhendingu.
 
Á sunnudag fara svo fram Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu á KR-vellinum í Reykjavík en mótið stendur  yfir frá kl. 12-14 þar sem Heimir Hallgrímsson mun sjá um upphitun.
 
Kl. 11:00 á sunnudag í tengslum við Íslandsleikana í knattspyrnu munu íslenskir lögreglumenn hlaupa með logandi kyndil frá alþingisshúsinu að mótsstað en kyndilhlaupið er þekkt sem „Law Enforcement Torch Run.“

Fylgstu með ÍF á Facebook

Til baka