Ţriđjudagur 3. júní 2014 10:50

Hulda bćtti metiđ um einn sentimeter


Ţrír frjálsíţróttamenn tóku ţátt á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íţróttum um síđustu helgi. Ţau Helgi Sveinsson, Ármann, Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir ÍFR, og Hulda Sigurjónsdóttir, Suđri, voru öll viđ sinn besta árangur en ţađ var Hulda sem kom heim međ Íslandsmet ţegar hún kastađi kringlunni 26,06 metra. Fyrra metiđ frá sumrinu 2013 var 26,05 metrar svo hér var um eins sentimeters bćtingu ađ rćđa.

Hulda varpađi kúlunni 8,74 metra en Íslandsmet hennar utanhúss frá 2012 er 9,04 metrar.

Helgi Sveinsson keppti í spjótkasti og kastađi best 49,77 metra svo Íslandsmet hans frá maímánuđi upp á 51,83 metra stóđ óhaggađ.

Matthildur Ylfa var viđ sína bestu tíma í 100 og 200 metra hlaupi í flokki T37 en hún kom í mark á 15,99 sekúndum í 100m hlaupi og 31,82 sekúndum í 200m hlaupi. Ţá stökk Matthildur lengst 4,08 metra í langstökki en Íslandsmet hennar er 4,28 m.

Keppendurnir komu heim til Íslands í gćrkvöldi en Helgi Sveinsson hélt áfram til Frakklands ţar sem hann keppir á nćstu dögum og kemur aftur til landsins ţann 5. júní nćstkomandi.

Mynd/ Hulda Sigurjónsdóttir keppir hér í kúluvarpi á Íslandsmóti ÍF 2013 en hún jafnađi Íslandsmet sitt í kringlukasti á Ítalíu um helgina.

Til baka