Föstudagur 20. júní 2014 10:48
Í gær var liðið eitt ár frá fráfalli Ólafs E. Rafnssonar fyrrum forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem og forseta FIBA Europe. Framkvæmdastjórn ÍSÍ og starfsfólk lagði blómsveig á leiði hans í gær af þessu tilefni.
Okkur hjá Íþróttasambandi fatlaðra er enn efst í huga ómetanlegur stuðningur hans og velvild við allt okkar starf en Ólafur sýndi starfi okkar mikinn áhuga og mætti á
viðburði innan okkar raða jafnt innanlands sem utan.
Að eiga slíkan bakhjarl er gríðarlegur styrkur og hvatning í öllu starfi. Það er mikill missir að slíkum manni fyrir allt íþróttastarf í landinu, manni með háleit markmið í íþróttum allra landsmanna.
Af þessu tilefni vill Íþróttasamband fatlaðra eindregið minna á minningarsjóð Ólafs en hann verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar til minningar um hans mikla og óeigingjarna starf innan hennar en það starf var og er ómetanlegt.
Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar:
0537-14-351000, kennitala sjóðsins er 670169-0499.