Laugardagur 19. júlí 2014 14:06
Hlauparinn René Kujan er haldinn heim á leið, alsæll eftir enn eitt ofurhlaup sitt til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) og Hollvinum Grensásdeildar (HG). Hlaupinu lauk hann við Látrabjarg 8. júlí sl. en þá hafði hann hlaupið þvert yfir Ísland þar sem hann byrjaði við Gerpi á Austfjörðum. René lét ekki þar við sitja heldur tók þátt í "Laugarvegshlaupinu" 12. júlí sl., Landmannalaugar - Þórsmörk, 55km alls, sem hann að sjálfsögðu kláraði með stæl. ,,Skemmtilegt en líka erfitt” sagði hann, enda búinn að hlaupa yfir 1000km frá 18.júní! Hann kláraði á um 7 klukkustundum sléttum, sæll og glaður með flottum endaspretti. Árið 2013 hljóp hann einnig til styrktar ÍF og HG þá þvert yfir landið frá norðri til suðurs og árið 2012 hljóp René hringinn í kringum landið til styrktar ÍF. Á næstunni mun viðtal við kappann verða sýnt í þættinum Ísland í dag.
Þótt hlaupi Renés sé lokið má enn hringja inn áheit í eftirtalin símanúmer sem Vodafone hefur lagt til endurgjaldslaust:
9087997 = kr. 1.000
9087998 = kr. 2.000
9087999 = kr. 5.000>
Lesa má nánar um hlaup René á Facebooksíðu hlaupsins:
https://www.facebook.com/komasoo?ref=hlÍvar Trausti Jósafatsson á afar stóran þátt í því hversu vel hlaupið tókst og standa ÍF og HG í mikilli þakklætisskuld við hann. Ívar skipulagði hlaupið fyrir René, útvegaði honum gistingu og greiddi götu hans í hvívetna. Ívar hefur ekki sagt skilið við stuðning sinn við ÍF og HG því hann hefur nú skipulagt uppboð til fjáröflunar fyrir samtökin á fjórum treyjum, sjá mynd, árituðum af þekktum einstaklingum:
1. Hlaupabolur áritaður af hlaupadrottningunni Paula Radcliffe, UK sem er heimsmethafi og
vafalaust þekktasta maraþonhlaupakona heims.
2. Puma bolur áritaður af Usan Bolt, heimsmethafa í 100m og 200m hlaupi.
3. Tveir hlaupabolir áritaður af René Kujan
Uppboðið verður í samstarfi við Facebook síðuna Komaso:
https://www.facebook.com/komasoo?ref=hl