Miđvikudagur 10. september 2014 13:11

Góđur gangur hjá Pálma í ţríţrautinni


Pálmi Guđlaugsson lćtur deigan ekki síga en hann hefur veriđ iđinn viđ kolann í ţríţrautinni upp á síđkastiđ. Pálmi keppti á tveimur mótum nýveriđ. Fyrra mótiđ var TT (time trial) keppni sem haldin var á Krísuvíkurvegi 27. ágúst og byggist á ţví ađ hjóla eins hratt og hćgt er 7,2 km leiđ, eđa eins og sagt er "ţú á móti ţér." Pálmi hjólađi ţetta á 10 mín og 16 sek. Mesti hrađi sem Pálmi náđi var 50km/klst en međalhrađi var 40 km/klst.
 
Ţann 30. ágúst keppti Pálmi í ţríţraut í Reykjanesbć sem bar nafniđ Herbalife sprettţraut. Vegalengdin í ţessari ţraut var 400m sund, 10km hjól og 2,5km hlaup. Pálmi lauk keppni í 11. sćti af 18 keppendum í byrjendaflokki. Ţví má bćta viđ ađ Pálmi var eini  hreyfihamlađi keppandinn í ţessari ţraut. Sjá má úrslitin áwww.thriko.is/live/. Heilt yfir gekk ţessi ţraut mjög vel en Pálmi lauk henni á 54 mín og 26 sek. og náđi markmiđi sínu ađ klára ţrautina á undir klukkutíma.

Fyrr í sumar birtum viđ einnig viđtal viđ Pálma í Hvata en viđtaliđ má nálgast hér.

Til baka