Föstudagur 3. október 2014 08:17

Seyðisfjörður iðar af lífi um helgina


Íslandsmót Íþróttasamband fatlaðra í einliðaleik í boccia var sett á Seyðisfirði í gærkvöldi. Um 200 keppendur eru skráðir til leiks. Fjöldi leikja fer fram í dag og á morgun og lýkur mótinu með veglegu lokahófi í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar.

Á Seyðisfirði er öflug menningarstarfsemi og þessa helgina ásamt Íslandsmótinu stendur yfir bæjarhátíðin „Haustroði.“ Þá eru atburðir um allan bæ, markaðir, ýmiskonar einstaklingskeppnir og fleira svo óhætt er að Seyðisfjörður muni iða þessa helgi.

Íþróttafélagið Viljinn sér um framkvæmd mótsins í samstarfi við ÍF og vill ÍF koma á framfæri innilegu þakklæti til forsvarsmanna Viljans fyrir vikið.

Mynd/ Jón Björn: Frá opnunarhátíð Íslandsmótsins í gærkvöldi. Liðsmenn Akurs á Akureyri arka inn í íþróttasalinn á Seyðisfirði.

Til baka