Laugardagur 4. október 2014 16:28

Bocciadeild Völsungs batt enda á þriggja ára sigurgöngu Nes


Íslandsmóti ÍF í einliðaleik í boccia er lokið á Seyðisfirði. Íþróttafélagið Viljinn sá um framkvæmd mótsins og gerði það með miklum sóma við harða keppni þar sem fjöldi glæstra tilþrifa litu dagsins ljós. Bocciadeild Völsungs batt enda á þriggja ára sigurgöngu Nes í 1. deild þegar Kristbjörn Óskarsson hafði sigur í 1. deild.

Stefán Thorarensen, Akur, hafnaði í 2. sæti í 1. deild og þá varð sveitungi hans Vignir Hauksson úr Eik í 3. sæti svo 1. deildin þetta árið var hreinn og klár norðlenskur stórsigur!

Framundan er svo glæsilegt lokahóf keppenda í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar í kvöld.

Öll úrslit í bæði riðlum og lokaúrslit má finna hér

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Íþróttafélagsins Viljans fyrir sterka og öfluga framkvæmd og eins þökkum við öllum þeim óeigingjörnu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg við þessa góðu mótaframkvæmd.

Mynd/ Sigurvegarar í 1. deild ásamt Sigurði Valdimarssyni mótsstjóra. Frá vinstri, Sigurður Valdimarsson, Stefán Thorarensen, Kristbjörn Óskarsson og Vignir Hauksson.

Til baka