Mánudagur 20. október 2014 10:56
Fjarðarmótið í sundi í 25m. laug fór fram á dögunum þar sem sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir Fjörður/SH, setti sitt eitthundraðasta Íslandsmet. Magnaður árangur hjá þessari öflugu sundkonu þrátt fyrir ungan aldur.
Kolbrún setti fjögur ný Íslandsmet á Fjarðarmótinu í flokki S14, flokki þroskahamlaðra, en þau komu í 50 og 100m. bringusundi, 50m. baksundi og 100m. fjórsundi.
Lista yfir Íslandsmet fatlaðra í sundi má nálagast hér