Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem hlupu til styrktar sambandinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst síðastliðnum.
Sem fyrr fjölmennti starfsfólk Össurar í hlaupinu til handa ÍF en fleiri hlupu einnig í nafni ÍF og kann sambandið þeim bestu þakkir fyrir.
Í ár söfnuðu hlauparar 85.634.595 krónum til 163 góðgerðafélaga. Þetta er 18% hærri upphæð en safnaðist í fyrra og nýtt met í áheitasöfnun hlaupsins. Stórglæsileg frammistaða.
Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 nálgast nú 400 milljónir.