Laugardagur 1. nóvember 2014 18:33

Fjögur Íslandsmet í Ásvallalaug


40 met hjá Thelmu!

Fyrri keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug er lokið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Alls féllu fjögur Íslandsmet þennan daginn, tvö þeirra í eigu Thelmu Bjargar Björnsdóttur. Þar með hefur Thelma sett alls 40 Íslandsmet í sundlauginni þetta árið!

Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, setti svo met sem og Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik.

Met dagsins:

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - 400m skriðsund - 6:06.80 mín. (S6)
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - 100m bringusund - 2:00.40 mín. (Sb5)
Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður - 400m skriðsund - 6:16.73 mín. (S6)
Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik - 100m flugsund - 1:20,86 mín. (S14)

Mótið heldur áfram á morgun, sunnudag, en keppnisdagskrá sunnudagsins má nálgast hér.

Mynd/ Jón Björn: Thelma Björg setti tvö ný Íslandsmet í dag í flokki S6.

Til baka