Miðvikudagur 3. desember 2014 10:40
Í dag, 3. desember, á alþjóðlegum degi fatlaðra mun Íþróttasamband fatlaðra útnefna íþróttamann og íþróttakonu ársins 2014.
Á þessum degi koma upp í hugann þeir sigrar sem fatlaðir og hreyfingar þeirra hafa unnið á undanförnum árum í réttindabaráttu sinni, en betur má ef duga skal. Faltaðir íþróttamenn hafa án efa lagt sitt á vogaskálarnar með jákvæðu viðhorfi sínu og sýnt alþjóð fram á að með viljan að vopni sé allt hægt. Á þessum degi á kjörorð Íþróttasambands fatlaðra „Ert þú með“ því vel við til að hvetja fatlaða og þóðfélagið í heild til að vera með í að auka lífsgæði allra – til þess eru íþróttir öflugt vopn og veganesti út í lífið.
Viðburðaríkt ár er að baki hjá fötluðu íslensku afreksfólki og verður spennandi að sjá hverjir muni hljóta heiðursnafnbótina 2014 en athöfnin fer fram á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík.
Nánar verður greint frá málinu síðar í dag.