Þriðjudagur 9. desember 2014 10:56

Íslandsleikar Special Olympics 2014


Unified football – keppni í blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra
 
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram í Reykjaneshöllinni laugardaginn 6. desember.  Leikarnir eru samstarfsverkefni  KSÍ, NES í Reykjanesbæ og  Special Olympics á Íslandi. 

KSÍ hlaut  Hvataverðlaun ÍF 2014 fyrir áralangt samstarf við ÍF og Special Olympics á Íslandi en þar hafa Íslandsleikarnir í knattspyrnu skipað stóran sess. Keppt var í blönduðum liðum þar sem 4 fatlaðir og 3 ófatlaðir eru saman í liði. Keppnin er hluti af alþjóðlega verkefninu Unified football.  Auk keppenda frá aðildarfélögum ÍF voru meðspilarar frá lögreglunni, knattspyrnufélaginu Víði í Garði og 4. flokki Keflavíkur.

Dómarar frá KSÍ sáu um dómgæslu á leikunum. Áður en leikarnir hófust hlupu lögreglumenn og nokkrir keppenda með logandi kyndil um götur Reykjanesbæjar en hlaupið er hluti af aþjóðleg verkefni LETR, Law Enforcement Torch Run. 

Lögreglumenn hlaupa kyndilhlaup fyir leika Special Olympics og síðan er eldur leikanna kveiktur um leið og setning fer fram.  Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar  setti mótið og kveikti eld leikanna ásamt Jakobi Gunnari Bergssyni knattspyrnumanni.   NES varð efst í A flokki og lið FB varð efst í B flokki  

Heildarúrslit



Myndir/ Guðmundur Sigurðsson og Sindri Guðmundsson

Til baka