Mánudagur 5. janúar 2015 14:25

Þrír úr röðum fatlaðra hlutu stig í kjörinu


Um helgina var körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson útnefndur íþróttamaður ársins 2014. Einn afreksmaður úr röðum fatlaðra komst inn á topp 10 listann þetta árið en það var sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson sem hafnaði í 10. sæti í kjörinu með alls 36 stig.

Alls þrír íþróttamenn úr röðum fatlaðra voru á meðal þeirra íþróttamanna sem hlutu stig í kjörinu en Helgi Sveinsson fékk 24 stig og hafnaði í 13. sæti og Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði í 21. sæti með 7 stig.         

Þeir íþróttamenn úr röðum fatlaðra sem hlutu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins:

10. sæti Jón Margeir Sverrisson - 36 stig
13. sæti Helgi Sveinsson - 24 stig
21. sæti Thelma Björg Björnsdóttir - 7 stig

Mynd/ Jón Margeir Sverrisson, Fjölni og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, með verðlaunagripi sína frá ÍSÍ sem íþróttamenn ársins frá sínu sérsambandi (ÍF).

Til baka