Þriðjudagur 10. febrúar 2009 14:57

ÍF fékk úthlutað tæpum 4 milljónum úr sjóðum ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti nýverið tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2009. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 46 milljónum króna en úthlutað er rúmlega 37 milljón krónum úr Afrekssjóði og rúmlega 9 milljón krónum úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna.

Til afrekssjóðs bárust umsóknir vegna 29 einstaklinga og 28 verkefna. 21 einstaklingur hlýtur styrk að þessu sinni og 18 verkefni. Samtals var heildarúthlutun til handa íþróttamönnum úr röðum ÍF þetta árið 3.380.000,-kr.

Að þessu sinni voru það 8 íþróttamenn úr röðum Íþróttasambands fatlaðra sem hlutu styrk og eru þeir eftirfarandi:

Baldur Ævar Baldursson, Snerpa -  B styrkur – 960.000kr.
Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES -  B styrkur – 960.000kr.
Eyþór Þrastarson, ÍFR -   C styrkur – 480.000kr.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR -  C styrkur – 480.000kr.
Erna Friðriksdóttir, Örvar  Ungir og efnilegir – 150.000kr.
Tómas Björnsson, ÍFR -  Ungir og efnilegir – 150.000kr.
Jón Margeir Sverrisson, Ösp -  Ungir og efnilegir – 100.000kr.
Ragney Líf Stefánsdóttir, Ívar -  Ungir og efnilegir – 100.000kr.

Íþróttasamband fatlaðra óskar styrkþegum sínum innilega til hamingju með styrkina og væntir að styrkirnir muni hvetja þau til enn frekari dáða.

Mynd: www.isi.is – mynd frá úthlutun ÍSÍ.

Til baka