Miðvikudagur 4. febrúar 2015 09:52
Íþróttasamband fatlaðra og LS Retail endurnýjuðu nýverið styrktar- og samstarfssamninginn sín í millum en ÍF og LS Retail munu ganga þéttum íþróttatakti fram yfir Paralympics í Ríó 2016.
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Magnús Norðdahl forstjóri LS Retail undirrituðu endurnýjaðan samning á dögunum.
LS Retail er leiðandi fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir fyrir verslanir og hefur viðskiptavini í um 160 löndum í gegnum öflugt net söluaðila.
Mörg stórfyrirtæki, s.s. adidas, IKEA og PizzaHut, eru meðal þekktra notenda LS Retail.