Mánudagur 16. febrúar 2015 09:14

Útivist fatlaðs fólks - möguleikar og tækifæri


Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir fyrirlestri um möguleika fatlaðs fólks til að stunda útivist í dag, mánudaginn 16. febrúar klukkan 16:30. Verður fyrirlesturinn haldinn í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu , Hátúni 12, (Farið er sunnanmegin við húsið, það er sú hlið hússins sem snýr að Hátúni 10).

Beth Fox mun kynna útivistarmöguleika fatlaðs fólks og segja frá því hvaða áhrif útivist getur haft. Beth hefur í tæp 30 ár unnið hjá National Sports Center for the Disabled, þar sem leitað er leiða til að allir sem áhuga hafa geti stundað útivist. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frá Íþróttasambandi fatlaðra, mun kynna hvernig staðan er hér á landi í útivistarmálum fatlaðs fólks.

Frítt er á fyrirlesturinn og allir velkomnir en við biðjum fólk um að skrá sig hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar með því að senda tölvupóst á radgjafi@thekkingarmidstod.is eða með því að hringja í síma 5500118.

Til baka