Föstudagur 27. febrúar 2015 15:14

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra


Félagar úr Kiwanisklúbbi Heklu heimsóttu skrifstofur Íþróttasambands fatlaðra á dögunum og komu þar færandi hendi með styrk til handa sambandinu. Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs tók við styrknum frá Heklumönnum fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra.

Heklumenn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi hér í Laugardal, þ.e. heimsókn þeirra hefur jafnan borið upp með hækkandi sól. Að þessu sinni voru félagsmenn fyrr á ferðinni en vanalega og báru fyrir sig vilja til þess að hin árlega heimsókn hefði mögulega einhver áhrif á lundarfar veðurguðanna.

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu til handa Kiwanisklúbbi Heklu en Hekla hefur um árabil stutt dyggilega við starfsemi sambandsins.

Mynd/ Frá heimsókn Heklu á skrifstofur ÍF í Laugardal.

Til baka