Þriðjudagur 10. mars 2015 18:37

HM lokið hjá Jóhanni


Þátttöku Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar á heimsmeistaramótinu í alpagreinum er lokið en í dag á þessum síðasta keppnisdegi mótsins fór keppni í svigi fram. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en fjöldi skíðamanna féll úr leik í þessari fyrri umferð.

Jóhann féll snemma í brautinnig og hefur því lokið keppni á HM að þessu sinni. Mikilvæg reynsla í bankann en með þátttöku sinni hefur Jóhann orðið bæði fyrstur íslenskra karla til að keppa á HM í alpagreinum sem og fyrstur til að ljúka keppni í grein þegar hann hafnaði í 19. sæti í stórsvigi.

Jóhann hefur æft síðustu mánuði í WInter Park í Colorado undir stjórn Kurt Smitz en er væntanlegur aftur heim til Íslands á næstu dögum.

Mynd/ Jóhann nýfarinn út úr hliðinu í svigkeppninni áðan.

Til baka