Föstudagur 13. mars 2015 12:30

Áríðandi skilaboð vegna Íslandsmóts ÍF í sundi

Kæru aðildarfélög ÍF, forráðamenn og þjálfarar

Vegna Íslandsmóts ÍF í sundi sem fram fer í Laugardalslaug n.k. laugardag og sunnudag biðjum við fólk vinsamlegast að fylgjanst grannt með verðurspá og ekki taka áhættu í ferðum milli staða.


Varðandi laugardaginn þar sem upphitun hefst 13:00 og mótseting 14:00 mælum við með að fólk að leggji snemma af stað þar sem samkvæmt nýjustu spám er alls ekkert ferðaveður um hádegisbilið.

Því miður er ekki hægt að fresta mótinu sem er með IPC gildingu sem sækja þarf um a.m.k. sex vikum fyrir mót til að það teljist löglegt.

Að lokum hvetjum við ykkur enn og aftur til að fylgjast gaumgæfilega með veðurfréttum og ekki halda af stað fyrr en að vel athuguðu máli.
Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlegast hafið samband við starfsmenn ÍF í símum 8962115 Ólafur, 8975523 Anna Karólína og 8681061 Jón Björn.

Til baka