Fimmtudagur 19. mars 2015 10:10

ÍF og Atlantsolía á fullu gasi fram yfir Ríó


Íþróttasamband fatlaðra og Atlantsolía hafa endurnýjað styrktar- og samstarfssamning sinn og mun hann gilda fram yfir Paralympics sem fram fara í Ríó í Brasilíu 2016.

Fjölmörg verkefni eru framundan hjá sambandinu og því áframhaldandi samstarf við Atlantsolíu afar mikilvægt. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra sagði við þetta tækifæri að afar ánægjulegt væri að jafn öflugur aðili myndi vinna með sambandinu næstu tvö árin því ásamt heimsleikum Special Olympics í Los Angeles þetta sumarið og Paralympics í Ríó næsta sumar væri einnig fjöldinn allur af öðrum stórum og mikilvægum verkefnum á dagskránni.

Á myndinni eru Símon Kjærnested stjórnarformaður Atlantsolíu og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF að handsala nýja samninginni.

Til baka