Mánudagur 23. mars 2015 15:47

Kynningarfundur laugardaginn 28. mars


(Arnar Helgi Lárusson)

Laugardaginn 28. mars næstkomandi mun Íþróttasamband fatlaðra standa að kynningarfundi í Laugardal um búnaðarbyltinguna svokölluðu í íþróttum fatlaðra á Íslandi. Í stórauknum mæli
hin síðari ár hafa íþróttamenn úr röðum fatlaðra varðað leiðina í svokölluðum búnaðargreinum eða íþróttagreinum þar sem notast þarf við keppnisbúnað á borð við hjólastóla, handahjól, skíðastóla og þríhjól svo fátt eitt sé nefnt.

Af þessu tilefni mun ÍF bjóða til opins kynningarfundar þar sem fjórir íþróttamenn úr röðum fatlaðra munu kynna sínar greinar og búnaðinn sem notaður er við þær. Fundurinn hefst kl. 13:00 á 3. hæð í fundarsölum ÍSÍ í Laugardal en þeir sem munu kynna sínar greinar og sinn tækjabúnað eru eftirfarandi:

Arnar Helgi Lárusson - hjólastólakappakstur (e. Wheelchair racing)
Erna Friðriksdóttir - alpagreinar
Pálmi Guðlaugsson - þríþraut
Arna Sigríður Albertsdóttir - handahjólreiðar


Við verðum með heitt á könnunni og hvetjum sem flesta til þess að sækja fundinn og kynna sér nánar hvað þessir öflugu brautryðjendur hafa haft fyrir stafni síðustu misseri.

Eins verður opið fyrir fyrispurnir við hvert erindi.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á if@ifsport.is eða á skrifstofu í síma 514 4080.


(Pálmi Guðlaugsson)


(Erna Friðriksdóttir)


(Arna Sigríður Albertsdóttir)

Til baka