Laugardagur 11. apríl 2015 11:11

Metaregn á Íslandsmótinu í Kaplakrika!


Íslandsmót Íţróttasambands fatlađra hófst í gćrkvöldi í Kaplakrika en mótiđ er í samstarfi ÍF og Íţróttafélagsins Fjarđar. Fyrsta keppnisgrein á dagskrá var venju samkvćmt Íslandsmótiđ í frjálsum íţróttum og ţar mćttu íţróttamenn klárir í slaginn ţví um metaregn var ađ rćđa!

Alls tíu Íslandsmet litu dagsins ljós hjá frjálsíţróttafólkinu ţar sem Akureyrarmćrin Stefanía Daney Guđmundsdóttir setti fimm ný met í flokki 20 (ţroskahamlađir).
Stefanía setti nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi er hún kom í mark á 9,05 sek. og ţá var um nýtt Íslandsmet ađ rćđa hjá henni í 200m hlaupi á tímanum 30,69 sek. Í langstökki fór Stefanía 4,47m og í hástökki 1,25m. Glćsilegur árangur hjá Stefaníu sem keppir fyrir Eik á Akureyri.

Hinn 21 árs gamli Patrekur Andrés Axelsson, Ármanni, sem hefur nýlega hafiđ keppni í frjálsum íţróttum eftir ađ hann missti sjónina sett tvö ný Íslandsmet í flokki 12 (sjónskertir). Patrekur hljóp 60 metrana á 8,24 sek. og stökk 3,46 metra í langstökki.

Ţá bćtti Arnar Helgi tvö Íslandsmet sem hann sjálfur átti fyrir í hjólastólakappakstri (e. wheelchairracing) en hann kom í mark á 13,31 sek. í 60m. spretti og var 36,32 sek. í 200m. spretti í spánnýjum racer-hjólastól sem hann smíđađi nýveriđ sjálfur!

Hulda Sigurjónsdóttir, Suđri, bćtti svo eigiđ met í kúluvarpi í flokki 20 ţegar hún varpađi kúlunni 9,51 metra.

Eins var góđ ţáttaka í keppni 13 ára og yngri á frjálsíţróttamótinu og ljóst ađ öflugir ungir iđkendur eru á leiđinni sem ćtla ađ láta vel ađ sér kveđa í framtíđinni.

Glćsilegt byrjun á Íslandsmótinu en nú í morgunsáriđ var keppni í boccia sett í ađalsal Kaplakrika og mun keppnin standa fram til morgundagsins. Keppni í borđtennis er einnig hafin í íţróttahúsinu ađ Hátúni í Reykjavík og ţá hefst keppni í lyftingum kl. 13:00 í lyftingasal Kaplakrika.

Mynd/ Jón Björn - Stefanía Daney Guđmundsdóttir á ferđinni í 200m. hlaupi en hún setti fimm ný Íslandsmet í Kaplakrika síđastliđiđ föstudagskvöld.

Til baka