Sunnudagur 12. apríl 2015 14:03
Keppni í borðtennis á Íslandsmóti ÍF fór fram í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, var í fantaformi og vann til þriggja Íslandsmeistaratitla.
Jóhann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik ásamt Viðari Árnasyni úr KR og þá varð Jóhann einnig Íslandsmeistari í sitjandi flokki karla. Þriðji og síðasti titill Jóhanns kom svo í opnum flokki. Engu gleymt karlinn!
Tómas Björnsson, ÍFR, varð Íslandsmeistari í flokki standandi karla og Stefán Thorarensen, Akur, varð Íslandsmeistari í flokki þroskahamlaðra karla. Þá varð Kolfinna Bergþór Bjarnadóttir, HK, Íslandsmeistari í kvennaflokki.
Úrslit Íslandsmóts fatlaðra í borðtennis 2015
Mynd/ Jón Björn - Jóhann Rúnar vann þrefalt á Íslandsmótinu í borðtennis 2015.