Mánudagur 27. apríl 2015 11:57

500 dagar í Paralympics 2016

Sunnudaginn 26. apríl voru 500 dagar ţangađ til Paralympics í Rio 2016 verđa settir viđ hátíđlega athöfn í borginni. Alţjóđaólympíuhreyfing fatlađra (IPC) gerir ráđ fyrir ađ Paralympics 2016 muni brjóta öll met í sjónvarpsáhorfi.
 
Gert er ráđ fyrir rúmlega 4000 íţróttamönnum frá um 170 löndum á Paralympics í Ríó sem keppa munu í 22 íţróttagreinum dagana 7.-18. september 2016.
 
Sir Philip Craven forseti IPC sagđi viđ 500 daga markiđ ađ ţegar hafi fleiri útsendingarađilar tryggt sér sjónvarpsréttinn heldur en á sama tíma fyrir Paralympics í London 2012. Í gćr fór einnig fram mikil danshátíđ viđ Copcabana ströndina í Ríó en um leiđ og dansinn hófst gerđi mikla rigningu, viđstaddir gerđu ađ ţví orđ ađ rigningin vćri afar velkomin enda í anda markmiđa Paralympics, ađ yfirstíga hindranir.
 
Paralympics í Rio 2016 verđa sögulegir ţví í fyrsta sinn munu leikarnir fara fram í Suđur-Ameríku. Í London 2012 átti Ísland fjóra fulltrúa en ţeir voru Jón Margeir Sverrisson, Helgi Sveinsson, Matthildur Ylfa Ţorseinsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir. Síđustu leikar höfđu í för međ sér ein gullverđlaun ţar sem Jón Margeir Sverrisson landađi gulli í 200m skriđsundi sem um leiđ var nýtt Heimsmet, Evrópumet, Paralympic-met og ađ sjálfsögđu Íslandsmet.
 
Ţó vissulega hafi margir íslenskir íţróttamenn sett stefnuna á Rio 2016 eru enn stór verkefni fyrir höndum og má ţar helst nefna Heimsmeistaramótiđ í sundi í Glasgow í sumar og Heimsmeistaramótiđ í frjálsum í Doha í Katar í haust. Ţađ rćđst ekki fyrr en á vormánuđum 2016 hver endanlegur hópur Íslands í Brasilíu 2016 verđur.

Mynd/ IPC - Frá Copcabana ströndinni í gćr.

Til baka