Miđvikudagur 20. maí 2015 12:02

Helgi reynir viđ heimsmet - átján Íslandsmet komin


Frjálsíţróttafólk úr röđum fatlađra hefur fariđ vel af stađ áriđ 2015 en metin sem falliđ hafa eru orđin átján talsins ţetta áriđ! Á dögunum lönduđu ţau Helgi Sveinsson og Hulda Sigurjónsdóttir tveimur nýjum Íslandsmetum. Helgi í spjótkasti í flokki F42 og Hulda í kúluvarpi í flokki F20.

Helgi kastađi spjótinu 52,69m. sem er nýtt Íslandsmet og ađeins tíu sentimetra frá heimsmeti Kínverjans Fu Yanlong en heimsmetiđ hefur stađiđ síđan á Paralympics í London 2012. Evrópumetiđ er svo ađeins í fimm sentimetra fjarlćgđ en ţađ á Daninn Jakob Mathiasen og hefur Evrópumetiđ stađiđ síđan í Sydney 2000 og er 52,74m.

Heimsmet: Yanlong Fu, Kína - 52,79m - London Paralympics 2012
Evrópumet: Jakob Mathiasen, Danmörk - 52,74m - Sydney Paralympics 2000.

Hulda setti líka nýtt Íslandsmet en ţau Helgi kepptu á Vormóti HSK og ţá kastađi Hulda 9,72m í kúluvarpi.

Eftirtaldir hafa sett Íslandsmet í frjálsum ţađ sem af er árinu:

Stefanía Daney Guđmundsdóttir, Eik - 7 Íslandsmet
Hulda Sigurjónsdóttir, Suđri - 6 Íslandsmet
Arnar Helgi Lárusson - 2 Íslandsmet
Patrekur Andrés Axelsson - 2 Íslandsmet
Helgi Sveinsson, Ármann - 1 Íslandsmet

Í kvöld mun Helgi svo reyna viđ sjálft heimsmetiđ á JJ móti Ármanns í kvöld:
http://www.mbl.is/sport/frettir/2015/05/20/reynir_vid_heimsmet_a_laugardalsvellinum/

Til baka