Fimmtudagur 21. maí 2015 09:31
Íslandsleikar Special Olympics í knattpyrnu fara fram 30. maí á KR vellinumKnattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin ár skipulagt Íslandsleika Special Olympics í samstarfi við Special Olympics á Íslandi.
Leikarnir hafa farið fram í samstarfi við knattspyrnufélag á hverjum stað, nú KR. Keppt er í flokki getumeiri og getuminni, ekki verður keppt unified á þessum leikum.
Upphitun hefst kl. 11.00 Keppni kl. 11.20
Mótsetning kl. 11.30
Verðlaunaafhending kl. 13.30
Skráningar þurfa að berast á gulli@ksi.is fyrir föstudag 22. maí.
Lögreglumenn hlaupa kyndilhlaup og mun eldur leikanna verða tendraður að loknu hlaupi.
Special Olympics á Íslandi hóf samstarf við lögregluna árið 2013 en lögreglumenn hafa verið í alþjóðasamstarf við Special Olympics samtökin í fjölda ára og hlaupið kyndilhlaup fyrir Evrópu og alþjóðaleika.