Þriðjudagur 26. maí 2015 12:45

Radisson Blu, Icelandair og Rúmfatalagerinn framlengja við ÍF


Íþróttasamband fatlaðra framlengdi á dögunum þrjá styrktar- og samstarfssamninga við setningu sautjánda sambandsþings ÍF sem fram fór á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík.
 
ÍF framlengdi við Radisson Blu, Icelandair og Rúmfatalagerinn en öll þessi þrjú fyrirtæki eru á meðal öflugra styrktaraðila sambandsins. Sveinn Áki Lúðvíksson undirritaði nýju samningana fyrir hönd ÍF og sagði áframhaldandi samstarf við þessi þrjú öflugu fyrirtæki gríðarlegt ánægjuefni.
 
„Gengin eru í garð tvö risavaxin ár í starfi ÍF og handan við hornið er stærsta íþróttamótið í heiminum, Sumarleikar Special Olympics sem fram fara í Los Angeles en þar verður Ísland með fjölmenna og sterka sveit keppenda og aðstoðarmanna. Tvö heimsmeistaramót fara einnig fram í sumar í sundi og frjálsum og þá er ekki langt að bíða þess að Paralympics í Ríó fari fram á næsta ári. Áframhaldandi samstarf með þessum þremur öflugu og nánu samstarfsaðilum okkar er því afar mikilvægt sambandinu.“
 
Mynd/ Sveinn Áki - Valgerður Ómarsdóttir, Radisson -  Helgi Már Björgvinsson, Icelandair og Þorsteinn Þorsteinsson, Rúmfatalagerinn.

Til baka