Laugardagur 13. júní 2015 23:27
Sjö Íslandsmet féllu á mótinuFjörður er bikarmeistari í sundi áttunda árið í röð eftir öruggan sigur í Laugardalslaug í dag. Fjörður hlaut 13908 stig í keppninni en þetta var þriðja árið í röð sem keppt er um Blue Lagoon bikarinn sem gefinn var af Bláa Lóninu.
Lokastaða bikarkeppninnar:1. sæti - Fjörður með 13908 stig
2. sæti - ÍFR með 8814 stig
3. sæti - Nes með 7649 stig
4. sæti - Fjölnir með 3410 stig
5. sæti - Ösp með 2791 stig
Sjö Íslandsmet féllu en þau settuThelma Björg Björnsdóttir, ÍFR200m skriðsund - 2:56,22 mín.
100m skriðsund - 1:24,15 mín.
50m bringusund - 54.52 sek.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR 50m baskund - 1:04,35 mín.
100m baksund - 2:21,19 mín.
Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður100m baksund - 1:39,61 mín.
Már Gunnarsson, Nes200m skriðsund - 2:24,10 mín.
Mynd/ Jón Björn - Fyrirliðarnir Lára og Guðfinnur með Blue Lagoon bikarinn eftirsótta.