Föstudagur 26. júní 2015 13:42
Hiđ árlega púttmót til minningar um Hörđ Barđdal fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirđi í vikubyrjun. Feđgarnir Pálmi Pálmason og Pálmi Ásmundsson höfđu sigur á mótinu, Pálmason í flokki fatlađra en Ásmundsson og sá eldri í flokki ófatlađra. Pálmi Pálmason verđur einnig fulltrúi Íslands í golfi á alţjóđaleikum Special Olympics í Los Angeles í júlímánuđi.
Úrslit mótsins
Flokkur fatlađra1. Pálmi Pálmason
2. Elín Fanney Ólafsdóttir
3. Ţóra María Fransdóttir
Flokkur ófatlađra1. Pálmi Ásmundsson
2. Birgir Hólm
3. Elín
Hvatningarbikar mótsins hlaut Ţóra María Fransdóttir Minningarsjóđurinn var stofnađur til ţess ađ heiđra minningu Harđar Barđdal, frumkvöđuls og afreksmanns úr röđum fatlađra og er markmiđ sjóđsins ađ halda á lofti ţeim kyndli sem Hörđur tendrađi međ starfi sínu í ţágu fatlađra íţróttamanna og ţá sérstaklega fatlađra kylfinga.
Hörđur Barđdal fćddist 22. maí 1946, en lést eftir skammvinna baráttu viđ krabbamein 4. ágúst 2009. Níu ára ađ aldri fékk Hörđur lömunarveiki, en lét ţađ aldrei aftra sér frá leik né starfi og ber afreksskrá hans í íţróttum vitni um eljusemi hans og baráttuhug. Fatlađir kylfingar fengu ađ njóta krafta hans og var hann hvatamađur ađ stofnun Golfsamtaka fatlađra og formađur samtakanna til dauđadags.