Þriðjudagur 14. júlí 2015 17:26
Öðrum keppnisdegi á HM fatlaðra í sundi er nú lokið en í dag voru það þær Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir sem voru í lauginni fyrir Íslands hönd. Thelma Björg var enda við að ljúka keppni í 100m bringusundi í flokki SB5 þar sem hún setti aftur tvö ný Íslandsmet. Fyrri tvö komu í morgun í undanrásum en bæði 50 metra millitíminn og 100m skriðsundið bætti hún aftur í úrslitum áðan.
Á 50 metra millitímanum synti Thelma á 55,61 sekúndu og kom svo fimmta í bakkann á 1.59,32 mín. sem einnig er nýtt Íslandsmet. Fjögur met í það heila hjá Thelmu í dag.
Undanrásir:
Sonja með Íslandsmet en komst ekki í úrslitSonja Sigurðardóttir, ÍFR, setti nýtt Íslandsmet í 50m skriðsundi í flokki S4 er hún kom í bakkann á 1:01,27 mín. í undanrásum. Tími Sonju dugði þó ekki fyrir hana til að ná inn í úrslit að þessu sinni en nýtt Íslandsmet komið í hús.
Tvö Íslandsmet hjá Thelmu í undanrásumThelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti tvö Íslandsmet í undanrásum á HM fatlaðra í sundi. Thelma keppti í bringusundi SB5. Fyrsta metið kom á 50 metra millitímanum 56,30 sek. og lokatími Thelmu var 1:59,33 mín. sem einnig er nýtt Íslandsmet. Thelma varð fimmta í undanrásum.
Mynd/ Sverrir Gíslason - Thelma með rauða sundhettu, hafnaði í 5. sæti í 100m bringusundi í flokki SB5 (hreyfihamlaðir).